Velkomin á þjónustuvefinn
Á þjónustuvefnum er margvísleg þjónusta fyrir félagsmenn, má þar nefna:
- Yfirlit yfir iðgjöld sem borist hafa til félagsins.
- Yfirlit yfir greiðslur sem félagsmaður hefur þegið úr sjóðum félagsins. Má þar nefna greiðslur úr sjúkrasjóði (sjúkradagpeninga og sjúkrastyrki), greiðslur úr fræðslusjóðum, vinnudeilusjóði o.fl.
- Einnig eru aðgengilegar upplýsingar úr orlofskerfi, punktasaga ásamt úthlutuðum orlofshúsum.
- Ýmsar umsóknir eru nú aðgengilegar á þjónustuvefnum, má þar nefna umsóknir úr sjóðum félagsins, beiðni um nýtingu persónuafsláttar og umsóknir um orlofshús.
Er það von okkar að þessi þjónustuvefur auðveldi félagsmönnum upplýsingaöflun um stöðu sína og bæti aðgengi að þeirri þjónustu sem félagið veitir.
Til að fá aðgang að þjónustuvefnum þarf að hafa samband við skrifstofu félagsins og fá uppgefið lykilorð til innskráningar.
Opnunartími skrifstofu
Blönduós: mánudaga - föstudaga 09:00 - 16:00
Hvammstanga: þriðjudaga og fimmtudaga 10:00 - 14:00